Categories: Top News

Ársreikningur Norðurþings og stofnana fyrir árið 2024

Norðurþing
Reikningsskil

Ársreikningur Norðurþings og stofnana fyrir árið 2024

Byggðarráð Norðurþings mun samþykkja ársreikning Norðurþings og stofnana sveitarfélagsins fyrir árið 2024 á fundi sínum þann 30. apríl 2025. Fyrri umræða um ársreikninginn fór fram í sveitarstjórn þann 3. apríl sl.

Samkvæmt lögum ber að fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og fer síðari umræða fram þann 8. maí 2025, þar sem staðfesting sveitarstjórnar á ársreikningnum er fyrirhuguð.

Komi ekki fram mikilvægar viðbótarupplýsingar, sem geta haft áhrif á gerð ársreikningsins og/eða niðurstöður hans við afgreiðslu og samþykkt sveitarstjórnar munu endurskoðendur árita ársreikninginn með fyrirvaralausri áritun og sveitarstjórn staðfesta ársreikninginn í fyrirliggjandi mynd.

Rekstrarafkoma samstæðu Norðurþings

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 6.825 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 6.262 milljónum króna.

Rekstrartekjur A hluta námu 5.718 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 5.306 milljónum króna.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 388 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 71 milljóna króna neikvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 232 milljónir króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 83 milljónir króna.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 4.211 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi, en þar af var eigið fé A hluta um 2.233 milljónir króna.

Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 3.806 milljónum króna en starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 320 stöðugildum í árslok.

Íbúafjöldi Norðurþings í árslok 2024 var 3.114 og fjölgað um 33 frá fyrra ári.

Skuldahlutfall samstæðu samkvæmt núgildandi reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga fór úr 65% árið 2023 niður í 63% í árslok 2024.  

Húsavík, 3. apríl 2025: Nánari upplýsingar veitir Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri og staðgengill sveitarstjóra Norðurþings í síma 464-6100.

GlobeNewswire

GlobeNewswire, is one of the world's largest newswire distribution networks, specializing in the delivery of corporate press releases financial disclosures and multimedia content to the media, investment community, individual investors and the general public.

Recent Posts

Telix Reports US$186M Q1 Revenue, Up 62% YOY

MELBOURNE, Australia and INDIANAPOLIS, April 22, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Telix Pharmaceuticals Limited (ASX: TLX,…

51 minutes ago

Litmos Adds to AI Product Portfolio

Newest AI enhancement to the Content Authoring Tool (CAT) affirms Litmos’ mission to create better…

1 hour ago

Graphene Market worth $2.94 billion by 2029, at a CAGR of 24.0%, says MarketsandMarkets™

Delray Beach, FL, April 22, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- The Graphene Market is projected to grow…

1 hour ago

Danske Bank share buy-back programme: transactions in week 16

  Company announcement no. 19 2025Danske BankBernstorffsgade 40DK-1577 København VTel. + 45 33 44 00…

1 hour ago

1STBIO and LigaChemBio Announce Strategic R&D and Licensing Option Agreement

Expanded collaboration leverages complementary expertise to unlock next-generation oncology therapeuticsFocus on breakthrough ADC payloads and…

1 hour ago

UPDATE — WatchGuard Signs The Climate Pledge, Commits to Net-Zero Carbon Emissions by 2040

Global cybersecurity provider deepens sustainability commitment, aiming to secure a better future for the environment.SEATTLE,…

2 hours ago

This website uses cookies.